þriðjudagur, október 11, 2005

Í fyrsta skiptið í þrjú ár var ég ekki þreytt þegar klukkan hringdi 05:50. Þetta er kannski bara allt að koma hjá manni, þó það nú væri. Hamingjuóskir til mín með þetta:)

Ég held meira að segja að AFO sé að venjast þessu líka en hann spurði einmitt um daginn hvort ég yrði ekki alltaf að kenna leikfimi líka þó ég væri kannski orðinn grunnskólakennari í fullu starfi...uh jú örugglega sagði ég! Minn kannski með áhyggjur að stelpan myndi bara hætta að hreyfa sig þegar kennaradjobbið tæki við:)

Annars er þetta maðurinn sem sagðist fara á lykilhótel ef ég myndi ekki fara að hætta þessu. Ég get víst verið frekar pirruð nóttina fyrir sex morgnana ef ég er vakin!

Vona að þið eigið ljúfan dag
Linda

Engin ummæli: