miðvikudagur, október 12, 2005

Til hamingju elsku litla fjölskylda:)

Ég var að eignast litla litla skáfrænku í hádeginu í dag. Helga Dögg skáfrænka mín er búin að eignast litlu prinsessuna sína 10 vikum fyrir áætlaðan dag og það sem meira er hún er stödd í Kaupmannahöfn í nokkurra daga heimsókn hjá bróður sínum. Daman er voða dugleg en lítið písl, 42 cm og 1483 gr. Ég er svo himinlifandi að þetta gekk allt eftir, svona geta nú hlutirnir gerst hratt. Hlakka til að fara að taka til öll litlu bleiku fötin sem ég er búin að kaupa:)

RISAKNÚS til ykkar:)

Engin ummæli: