fimmtudagur, október 20, 2005

Ég er sko búin að afreka mikið í dag...

  • Kenndi tvo tíma í BH
  • Fylgdist með kennslu unglinga og prófaði hvernig mér gengi að skrifa efst á töfluna...það gekk, með rykkjum þó
  • Skellti mér í heildsölu eina, ætlunin var að kaupa rakspýra fyrir Andra en einhvern veginn þá lummuðust nokkrir hlutir (ómissandi hlutir) með handa mér, shampoo og næring, deodorant (maður verður að eiga í stíl við ilmvatnið sem maður notar, augnskuggi og bara einn bursti sem er einhvers konar töfrabursti að sögn sölukonunnar (sem er fósturmóðir mín), maður getur bókstaflega gert allt með þessum bursta, eyeliner, augnskugga, brúnir og fleira og fleira, hann mjókkar nefnilega svona fram á við...aha!
  • Fór í búð og keypti allt sem til þarf þegar á að þrífa baðherbergi lyktardót í klósettið, klósetthreinsi, blautþurrkur og eitthvað fleira drasl, það má segja að það hafi verið kominn tími á það ójá!
  • Fór í tíma á netinu as usual á fimmtudögum, rauk úr mér eftir heimspekilegar pælingar
  • Kláraði verkefni
  • Rúttaði aðeins til í kytrunni okkar
  • Skipti um á rúminu (hver hannaði svona sængurver sem maður setur inn í á hliðinni? sé akkúrat engan tilgang í því nema að efna til pirrings hjá viðkomandi eiganda)

Núna ætla ég í heita sturtu, bera á mig fótakrem og lotion, tjékka á nýja deodorantinu og smella svo sem einum satc í imbann, síðan ætla ég að plata Andra til að hætta að læra...

Ég borðaði þrjú súkkulaðistykki í dag, eitt snickers og tvö HITT! Er það eðlilegt? (Sóley: back me up in this!)

Litla duddan.

Engin ummæli: