Ég óska henni innilega til hamingju með það, ég ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum fögnuðum áfanganum með henni hérna í Geislanum í dag, við hófum átið um þrjúleytið og skröltum ekki heim á Grunn fyrr en um sjöleytið, núna erum við mætt aftur rétt eftir miðnætti, í afgangana. Á boðstólnum var og haldið ykkur nú:
- Brauðtertur
- Heitur Mexíkóréttur með nachos og öllu tilheyrandi
- Brauð með perstó, túmötum og mozarella
- Ostasalat jammí...
- Valhnetuterta
- Döðluterta
- Súkkulaðikaka með bönunum
- Gulrótarkaka
- Kókosbollubomba (sem btw var líka tekin kvöldinu áður)
- Marengsterta með jarðarberjarjóma
Enda þegar fólk sótti að borðinu var algeng spurning ertu í 3. lotu eða...?
Ég tróð náttúrulega í mig eins og ég mögulega gat, ákvað síðan að friða samviskuna og fá mér ristað brauð með osti og túmötum í kvöldsnarl, kamillute og núna held ég barasta að ég skelli mér í smá afganga, þetta er bara of gott til að vera satt:)
Á morgun hefst vera mín sem grunnskólakennari á unglingastigi í 5 vikur og haldiði að maður hafi ekki skipulagt töfluna vel...mæting 10:50 á mánudögum, snilldin ein!
Har det bra
Lil Cake
p.s. 2 bættust við í óléttuhópinn í dag og gær...þetta flýgur um eins og faraldur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli