mánudagur, október 17, 2005

Í dag eða svona eiginlega meira í gær því það er komið fram yfir miðnætti átti ástkær tengdamóðir mín 45 ára afmæli:)

Ég óska henni innilega til hamingju með það, ég ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum fögnuðum áfanganum með henni hérna í Geislanum í dag, við hófum átið um þrjúleytið og skröltum ekki heim á Grunn fyrr en um sjöleytið, núna erum við mætt aftur rétt eftir miðnætti, í afgangana. Á boðstólnum var og haldið ykkur nú:

  1. Brauðtertur
  2. Heitur Mexíkóréttur með nachos og öllu tilheyrandi
  3. Brauð með perstó, túmötum og mozarella
  4. Ostasalat jammí...
  5. Valhnetuterta
  6. Döðluterta
  7. Súkkulaðikaka með bönunum
  8. Gulrótarkaka
  9. Kókosbollubomba (sem btw var líka tekin kvöldinu áður)
  10. Marengsterta með jarðarberjarjóma

Enda þegar fólk sótti að borðinu var algeng spurning ertu í 3. lotu eða...?

Ég tróð náttúrulega í mig eins og ég mögulega gat, ákvað síðan að friða samviskuna og fá mér ristað brauð með osti og túmötum í kvöldsnarl, kamillute og núna held ég barasta að ég skelli mér í smá afganga, þetta er bara of gott til að vera satt:)

Á morgun hefst vera mín sem grunnskólakennari á unglingastigi í 5 vikur og haldiði að maður hafi ekki skipulagt töfluna vel...mæting 10:50 á mánudögum, snilldin ein!

Har det bra

Lil Cake

p.s. 2 bættust við í óléttuhópinn í dag og gær...þetta flýgur um eins og faraldur!

Engin ummæli: