Ég elska nýja starfið mitt, algjör draumur...
Þið sem þekkið mig vel vitið örugglega hvað mér finnst gaman að sitja í stofunni minni, við kennaraborðið mitt og skipuleggja og plana og gera áætlanir og skipuleggja meira og skrá niður og ljósrita og búa til verkefni og raða í litlu skúffurnar á kennaraborðinu...that´s me!
Í dag gleymdi ég mér alveg við tölvuna og fattaði allt í einu að ég var orðin ein í byggingunni og klukkan langt gengin í fimm og allir farnir...reynsluboltarnir eru náttúrulega ekki alveg að sitja svona við en allaveganna þá verð ég umsjónarkennari í 8. bekk og kenni þeim íslensku og stærðfræði og síðast en ekki síst verð ég að sjá um náttúrufræðikennslu í 7. bekk ójá ég verð mætt í tilraunastofuna að malla eitthvað saman...frumeindir hvað!
Jæja meira um þetta síðar...
En Magga ég gleymdi að segja þér að ég fór að þínum ráðum og hlustaði á Gangsta´s Paradise þegar ég labbaði í vinnuna í gær enda rifjuðust upp góð trikk frá Michelle Pfeiffer:)
Litla kennarastelpan
Engin ummæli:
Skrifa ummæli