miðvikudagur, ágúst 23, 2006


Jæja maurarnir mættu vel í dag og mér leist bara vel á þá...

tók síðan minn alkunna nafnatrylling og lærði nöfnin á nó tæm enda með límheila með meiru!

Ég mun síðan taka alla bekkina í hópefli og verð því örugglega orðin ansi hópefld í lok viku. Maturinn í vinnunni er guðdómlegur og Skúli kokkur Hansen ber fram hvern meistararéttinn á fætur öðrum, ég veit ekki hvernig ég enda eiginlega í lok vetrar. Var að skrá mig í mat í dag og ég hakaði við hvern daginn á eftir öðrum enda alltaf eitthvað nýtt og gómsætt í boði.

Tók síðan meðvitundarleysið á þetta það sem eftir lifði dags en er aðeins að koma mér aftur í skipulagsgírinn núna enda þýðir ekkert að slaka á svona þegar allt er að komast í gang.

Ég set líklega seríu 3 í glansmyndunum inn á morgun en eins og glöggir lesendur hafa væntanlega tekið þá er Álfrún búin að rústa þessari keppni:)

Þar til síðar kæru vinir

-Blindur er bóklaus maður-

Engin ummæli: