fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Sjaldséðir hvítir...

Jæja góðir hálsar fer ekki að verða kominn tími á að endurvekja þessa blessuðu síðu svona í tilefni þess að ég er búin að sækja um leyfisbréf til þess að geta hafið störf sem grunnskólakennari næstkomandi þriðjudag þann 15. ágúst...

Annars fékk ég svo svakalega martröð í fyrrinótt um að ég væri byrjuð að kenna og ég fékk svo hryllilega erfiðan umsjónarbekk og var orðin svo sveitt strax á fyrsta deginum að það lak af mér svitinn og ég þurfti að þerra efri vörina með jöfnu millibili, úff ég vona að þetta sé bara fyrir góðu:)

Hvernig er það annars eru enn einhverjir sem detta hérna inn? Nenni nefnilega ekki að byrja aftur á þessari vitleysu nema ég hafi dygga lesendur:)

Ég er í augnablikinu að kenna sextugri ömmu minni á nýju tölvuna hennar. En hún ákvað svona á "gamalsaldri" að fá sér tölvu og í kvöld er ég með hana í einkakennslu í að senda tölvupóst. Hún stendur sig alveg ótrúlega vel konan:)

Þannig að það er komin þokkaleg samkeppni við Afa Wonder, spurning hvort að amma verði farin að blogga eins og brjálæðingur í lok ársins...hver veit?

Later..

Engin ummæli: