Þegar ungt og athafnasamt fólk er búið að venjast þægindum þess að hafa uppþvottavél er erfitt að snúa til baka í uppvaskið, sem var btw ekki svo alslæmt fyrir fyrstu kynni af uppþvottavél. Við töldum okkur nefnilega ekki þurfa á þessari vél að halda þegar við fluttum inn!
Í fyrsta lagi venur fólk sem á uppþvottavél sig á að nota eins mörg glös og það mögulega getur yfir daginn, það skiptir hvort sem er ekki máli, því þau fara öll í þvott þegar kvölda tekur.
Í öðru lagi finnst eigendum uppþvottavéla lítið mál að setja alls kyns góðgæti á fullt af diskum og í skálar og guð má vita hvað eigendum uppþvottavéla dettur í hug...
Fyrir rúmri viku ákvað okkar yndislega vél sem er svipuð og sú á myndinni fyrir ofan (afar hentug fyrir búskap tveggja) að hætta að taka inn á sig vatn, hún vildi bara freyða sápu út um allt og lét illum látum.
AFO fór síðan á síðasta þriðjudag með vélina í viðgerð og það gæti tekið sinn tíma því svona elskur virðast bila trekk í trekk enda í sífelldri notkun.
Húsráðendur á Kambsveginum eru orðnir svo þreyttir á að skiptast á þessu uppvaski og geta ómögulega vanið sig á að nota sama glasið yfir daginn (og það á við um báða einstaklingana) þannig að fyrr í dag var brugðið á það ráð að nota eingöngu plastglös og pappadiska þar til ástkæra vélin kemur aftur:)
Og núna er líka alltof mikið borðpláss þar sem vélin góða stóð...
En hún var einmitt á svipuðum stað og vélin í þessu eldhúsi enda nánast eins eldhús og á Kambó:)
Passið upp á þessar elskur...
-Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli