fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Og ég sem hélt að ég væri að fara að varpa einhverri kjarnorkusprengju...

kom á daginn að þetta var ekki einu sinni handsprengja, sprengjulíkingin var því afleit hjá mér!

Síðan fékk ég svo skemmtilegt bréf í dag, af hverju sendum við ekki meiri löturpóst, það er svo gaman að fá góð bréf. Sérstaklega þegar þau koma hvaðan af úr heiminum.

Það er alveg skelfileg tilfinning að fimm vinkonur manns verði kannski staddar erlendis í vetur:

Álfrún, Regína og Sóley í Köben, Magga í Berlín og svo kannski Auður Agla í Austurríki. Stelpur við bara verðum að vera duglegar að vera í sambandi, ég talaði t.d. við Álfrúnu í klukkutíma á skype í gær, það gerir sko alveg gæfumuninn. Ég talaði reyndar við Ingibjörgu í klukkutíma líka, Sóley í svona 15 mín., Sigríði í 20 mín. og mommsuna mína nokkrum sinnum yfir daginn...í hefðbundinn síma.

Já ég tala kannski frekar mikið í símann humm..

Jæja ég er farin í heilsubótargöngu og sundferð með Sóley og síðan ætlum við að snæða eitthvað uppbyggilegt.

Bestu,
Bellan

-Illu er best aflokið-

Engin ummæli: