sunnudagur, desember 02, 2007

Fyrsti í aðventu...

og Grettisgatan orðin ágætlega jóló. Soldið erfitt að átta sig á hvernig á að skreyta þegar maður er ekki í "sínu". En það er þó kominn krans og jólagardínur og svona sitt lítið af hverju. Jólakortaskrif hófust líka formlega í gær enda af nógu að taka (engar áhyggjur Sía það eru nógu mörg kort eftir þegar við tökum glöggið okkar).

Einhver kvefleiðindi eru að bögga heimilisfólkið en þá helst mig og kannski aðeins Áru litlu sem er samt ofurhress og segir takk og neiii til skiptis!

AFO er að skrifa ritgerð sem hann á að skila 15. des og þá er hann kominn í jólafrí. Síðan fer ég þann 21. des. Og það er ótrúlega jólalegt að búa í bænum, maður röltir bara niður á Laugaveginn...gerist ekki betra.

Í dag ætlar Eldur litli tengdasonur minn og fjölskylda að kíkja á okkur. Við getum auðvitað ekki beðið eftir að skoða hann!

Í gær bauð afi Wonder í ljómandi góða kjötsúpu og voru þar samankomnir allir afkomendur hans. Mjög skemmtilegt og virkilega góð súpa hjá kallinum.

Síðan fór ég á styrktartónleika ABC á föstudaginn en þar var einmitt fyrrnefndur afi að syngja. Ég er búin að ákveða að styrkja barn mánaðarlega um 1950 - 3250 kr. og hægt er að sjá barni fyrir húsaskjóli, fæðu og menntun. Munar ekkert um það og held ég að allir ættu að íhuga þess háttar góðverk fyrir jólin - getið skoðar hérna http://www.abc.is/

Vona að þið eigið góðan fyrsta í aðventu og kveikið á einu spádómskerti til að minna okkur á spádómana um frelsarann sem koma skyldi!

Engin ummæli: