Ólíkt síðustu helgi....
þá var þessi uppfull af framkvæmdagleði! Nú eru öll skrilljón kortin komin í póst nema auðvitað þau sem fara með pökkum, allar gjafir eru komnar í pappír, er líka svo gott sem búin að kaupa allar gjafir nema eitthvað smotterí sem er lítið mál að redda þegar maður býr svona down town. Síðan tók ég heimilið í gegn enda veitti ekki af eftir síðustu helgi þegar ekkert komst í verk.
Litla skotta er hressari en nokkru sinni fyrr og stóð sig eiginlega of vel í fyrstu næturpössuninni og svaf alla nóttina og var bara alveg að fíla sig svona foreldralaus í eina nótt. Ég var auðvitað vöknuð fyrr en ég hafði áætlað, var svo spennt að vita hvernig gekk. Síðan fór ég á Laugaveginn og í Smáralind og hjálpaði ömmu að klára sitt, hún þarf nefnilega eina með sér sem er þolinmóð og fljót að ákveða sig....sem er ég ekki satt???
Föndraði líka dáldið og kom sjálfri mér á óvart hvað varðar sköpunargleði
Síðan er bara einn venjulegur skóladagur eftir og svo föndur og bingó og litlu jólin ásamt hinni margrómuðu kirkjuferð....þegar fríið hefst svo þann 21. des ætla ég ekki að gera nokkurn skapaðan hlut nema knúsa fjölskyldumeðlimina. AFO kominn í frí og getur notið þess að vera með einkadótturina.
Síðan er brjálað að gera í vikunni, Palli að spila á jólaballinu í skólanum og ég í gæslu (hvað getur maður annað gert þegar Palli er) jólamatur í vinnunni á fim og Pallaball og út að borða á fös og ég veit ekki hvað og hvað...
en núna er það sunnudagsspildan, Andri segist vera búinn að taka eina góða, við sem þekkjum hann tökum öllu svoleiðis með fyrirvara en gefum þessu séns;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli