Nú er barnið að fara í fyrsta skipti í næturpössun...
við foreldrarnir ætlum að gera okkur glaðan dag, AFO fer á jólahlaðborð með vinum sínum og á tónleika og ég út að borða og í afmæli. Síðan ætlum við að sjá hvort við kunnum ennþá að sofa út!
Einkadóttirin er hins vegar í góðum höndum hjá ömmu sinni og afa sem vildu endilega taka hana með sér klukkan þrjú í dag þannig að ég er mest megnis búin að vera að bora í nefið á mér;)
Þetta verður án efa skrýtin nótt og verður spennandi að sjá hversu þreytt þau verða á morgun!
Góða helgi
ps. hendi inn glóðvolgum myndum sem allra fyrst
Engin ummæli:
Skrifa ummæli