miðvikudagur, desember 12, 2007

hó hó hó...

ég er hér en bara búið að vera frekar mikið í gangi, Ágústa Rut með fyrstu alvöru pestina sína og var með yfir 39 stiga hita alla helgina, greyið litla var voða lítil í sér en reyndi hvað hún gat að vera hress og sýna hvað hún væri stór.

Þetta gerði það að verkum að helgin fór í akkúrat ekki neitt (smá erfitt því afo er að skrifa ritgerð og svona) og mér leið eins og það væri kominn fimmtudagur í gær en hvað um það hún er orðin spræk og var rosa sátt við komast aftur út í vagninn sinn og svaf streit í þrjá heila tíma sem hefur örugglega ekki gerst síðan hún var pínkupons.

menningarvika í vinnunni, kíktum á safn og í leikhús og teflum pínu, gott að brjóta upp svona rétt fyrir jólin, allir orðnir lúnir.

jólakortin að verða klár sem og gjafir en ekkert stress samt í gangi enda engin ástæða til

er með fullt af myndum en gleymdi vélinni hjá Láru því ég get verið rosa utan við mig þessa dagana, væntanlega sökum þreytu en í nótt fór ég að sussa á andra og klappa honum á bakið og segja að mamma væri hjá honum...rugluð?

það verður gott að komast í jólafrí þann 21. des

farin í háttinn....

Engin ummæli: