fimmtudagur, desember 27, 2007


Við fjölskyldan erum búin að eiga góð fyrstu jól saman. Ágústa Rut hefur skemmt sér konunglega í öllum boðunum og er mjög glöð með allar gjafirnar sem hún fékk og þakkar þúsund sinnum fyrir sig.

Hún var ofsalega góð á aðfangadagskvöld og sofnaði bara að verða níu og var hress og kát þegar hún var vakin að ganga hálf ellefu en þá kíktum við á Grunninn og ég, AFO og Harpa fórum í miðnæturmessuna í Fríkirkjunni þar sem Palli fór auðvitað á kostum eins og venjulega.

Alveg ómissandi að fara í þessa messu, hápunktur kvöldsins að mínu mati. Síðan höfum við verið í jólaboðum, borðað mikið mikið og slappað af. Vorum með spilakvöld í gær og síðustu gestirnir fóru að verða fjögur en við vorum svo heppin að litla skotta gisti hjá ömmu sinni og afa í nótt og við gátum því sofið út. Þar hélt hún upp brjáluðu stuði milli þrjú og fimm en hún skildi ekkert í því að afi hennar og amma væru þarna inni hjá henni og lék sér að því að henda duddunum sínum á gólfið og klappaði og benti út í loftið. Síðan ákváðu þau að fara bara fram en þau tóku það skýrt fram að hún hefði ekki grátið neitt bara verið í stuði! Um leið og þau fóru fram lagðist hún svo bara niður og sofnaði...ein dáldið vanaföst að vera bara ein í sínu herbergi;)

Ég er búin að setja inn ein 50 stykki af myndum og einhverjar úr myndatökunni sem við fórum í út í Kaupmannahöfn - já maður þurfti að flýja land til að halda myndatökunni leyndri fyrir forvitnum ömmu;)
Að lokum vil ég þakka kærlega fyrir allar gjafir og kort sem hafa borist!

Engin ummæli: