þriðjudagur, janúar 20, 2009

Núna er Ágústa Rut búin að vera með hita í fimm daga. Mér finnst þetta nú eiginlega bara alveg komið gott af hita. Hún er samt búin að vera alveg einstaklega góð og stillt, eiginlega bara stilltari en venjulega og þá hlýtur hún að vera ansi slöpp. Hún er samt óttaleg mús eitthvað, greyið litla.

Í þessum skrifuðu orðum hlusta ég á hana gelta upp úr svefni og er að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara að útbúa heimatilbúna gufu eins og mamma gerði alltaf forðum daga.

Svona veikindi kalla auðvitað á frí frá vinnu en þar sem við erum svo einstaklega heppin með fólkið okkar þá höfum við náð að púsla þessum ágætlega saman undanfarna tvo daga og höfum bæði getað komist í vinnuna. Rut er náttúrulega einstök og er alltaf til í að hjálpa en hún kann heldur ekki að segja nei. Ég veit eiginlega ekki hvernig maður á að þakka svona aðstoð, finnst takk kærlega fyrir og þetta er alveg ómetanlegt einhvern veginn orðið svo þreytt - en við eigum eftir að leyfa henni að finna hversu dýrmætt þetta er fyrir okkur og litlu Gústu. Í morgun kom síðan Harpa og var í rúma tvo tíma. Svava mætti í gær og stytti okkur mægðum stundir stóran hluta úr deginum og svo mætti lengi telja.

Þetta er náttúrulega eitthvað sem er svo sannarlega ekki gefið en mikið er nú yndislegt að eiga svona góða að.

Ég ætla fara snemma í háttinn, maður veit aldrei hvað svona veikindanótt býður upp á en inni á www.123.is/agustarut eru nokkrar nýjar myndir.

Engin ummæli: