miðvikudagur, janúar 14, 2009

Mikið er ég nú búin að vera endemis þreytt eitthvað þessa vikuna...

og með hausverk eftir hvern einasta vinnudag. Í dag fékk ég líka að heyra það að ég væri tussa og ég varð nú hálf hlessa...tussa verð ég nú seint en á það nú til að vera tussuleg kannski;)

Ég þarf líka að fara að sofa fyrir ellefu stundum - er ekki nógu sterk á því sviði. Dauðþreytt um níuleytið en fíleflist eftir tíu.

Andri kallinn er veikur með streptakokka og er kominn á pensilín:( Hann hefur varla verið veikur síðan við fórum að rugla okkar reitum saman og þetta er því algjör nýlunda á þessum heimili...

Annars fékk ég alveg frábæra hugmynd um brúðkaup sem ég segi kannski seinna frá, fyrst þarf nú einhver að biðja mín!

En nú fer ég í háttinn

Engin ummæli: