Ára passar vel upp á litla vin sinn hann Úlfar Jökul
Úlfar Jökull er yndislegur vinur okkar sem greindist með krabbamein í október á síðasta ári. Hann hefur staðið sig eins og sannkölluð hetja og lætur ekki lyfin stoppa sig í að gera ýmsar fimleikaæfingar með móður sinni. Auður Agla stórkostlega vinkona mín er móðir hans og hún bloggar inni á Jöklablogginu og skrifaði í dag góða færslu sem lýsir vel því sem þau eru að ganga í gegnum. Ég held að það geti enginn sett sig í þeirra spor en með því að lesa textann hennar þá fékk ég svo mikinn sting í hjartað yfir þessu mikla óréttlæti að þau þurfi að vera að ganga í gegnum þetta allt saman og að svona lagað sé lagt á litla manneskju eins og hann.
Ég held að við ættum öll að minna okkur oftar á það hversu mikilvæg heilsan er og þakka fyrir að hafa góða heilsu. Tökum okkur smá pásu frá endalausu krepputali og penginaþvaðri og njótum augnabliksins með þeim sem við elskum mest.
Ég held að við ættum öll að minna okkur oftar á það hversu mikilvæg heilsan er og þakka fyrir að hafa góða heilsu. Tökum okkur smá pásu frá endalausu krepputali og penginaþvaðri og njótum augnabliksins með þeim sem við elskum mest.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli