Mér var ekki farið að lítast á blikuna í dag þegar barnið var komið á 6. dag með háan hita, geltandi hósta og svoooo slöpp að hún lá bara alveg fyrir. Ég og Rut fórum því með hana niður á Barnaspítala en þar er alveg frábær þjónusta, skoðuð í bak og fyrir og hlustuð og tekið blóðsýni.
Í ljós kom að lungun eru hrein og eyrun fín en hún hefur að öllum líkindum fengið RS-vírus sem er sem betur fer ekki hættulegur þegar börn eru komin á þennan aldur. Hins vegar verður að passa hana extra vel til að að hún fái ekki lungnabólgu. Núna er hún komin með berkjuvíkkandi púst sem ætti að hjálpa henni að losna við hóstann og vonandi fer hún að lagast næstu daga. Hún er samt búin að vera alveg ótrúlega góð enda slöpp og ekki með mikla orku til að hlaupa um.
Vonandi fer hún bara að hressast næstu daga þannig að við getum gert eitthvað skemmtilegt um helgina eins og t.d að mæta í danstíma:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli