mánudagur, janúar 26, 2009

Við mæðgur vorum í megaheimsókn í dag en barnið unir sér aldrei betur en heima hjá Kistínu Maju (eins og hún segir sjálf) en þar eru þvílík ósköp af leikföngum að annað eins hefur sjaldan sést. Ekki nóg með að barnið eigi stærðarinnar eldhús og alla fylgihluti sem þarf til heldur eru líka til margar Dóru dúkkur, dúkku trip trap, dúkka með barn í maga, milljón bækur og endalaust meira...fyrir utan það að Ára hefur sérstakt dálæti á heimilisföðurnum Hauki en hann mátti lesa fyrir hana, taka í flugvél og gera allskyns sprell sem fáir komast upp með:) Svo ég tali nú ekki um húsfreyjuna sem bræddi barnið upp úr skónum með einu vínarbrauði! Litlu tátu var þó sárt saknað en hún kemur vonandi næst!
Vinkonur að leik
Ágústa Rut að kenna KMH hvernig á að sofa í prinsessurúmi;)
Ára að fela sig en KMH ofurhress!
Sætustu monsurnar að leika saman - svooo góðar vinkonur *mwa*




Engin ummæli: