sunnudagur, janúar 25, 2009

Í gær byrjaði heimasætan í dansskóla...

Hjá honum Ragga sem kenndi mér dans í fjölda ára. Hann stofnaði dansskólann fyrir einu og hálfu ári síðan og hefur tekist alveg ljómandi vel til. Ég fékk bara gamla góða fiðringinn þegar ég gekk inn.

Tíminn var mjög góður, mátulega stuttur eða 30 mín. sem er meira en nóg fyrir 2-3 ára. Við hituðum upp með Upp upp upp á fjall og enduðum á Póstinum Pál. Dóttirin fílaði þetta vel, tók að einhverjum hluta þátt en horfði líka dolfallin á. Ég hugsa að hún komi enn sterkari inn þegar við verðum búin að æfa þetta hérna heima fyrir næsta laugardag;) Hún er náttúrulega með gamla kempu á heimilinu!

Í gær fórum við AFO líka á undanúrslitaleik KR og Grindavíkur í körfunni þar sem þeir LA félagar Helgi og Jón voru langbestir. Þar fékk Andri gamla fiðringinn og nú á að fara að taka fram körfuboltaskóna. Áran á síðan auðvitað eftir að fara á körfuboltaæfingu líka, hún hefur hæðina í það minnsta.

Á eftir erum við að hugsa um að kíkja í Sunnudagaskólann. Við þurfum samt að fara okkur hægt því við viljum nú alls ekki að stúlkukindinni slái niður eftir rúmlega viku veikindi.

Engin ummæli: