Elskuleg móðir mín á afmæli í dag...
hún er 20 árum eldri ég en lítur ekki út fyrir að vera nema rétt nokkrum árum eldri. Mamma er yndisleg kona, hún er ótrúlega tillitsöm, umhyggjusöm og hugsar alltaf fyrst um aðra áður en hún hugsar um sjálfa sig. Við systurnar erum einstaklega heppnar að eiga hana fyrir móður og ég hef alltaf litið upp til hennar enda erum við sérstaklega góðar vinkonur líka. Hún er frábær fyrirmynd hún mamma mín.
Til hamingju með daginn elsku mamma mín:)
Þú ert bezt í heimi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli