föstudagur, apríl 24, 2009

Þá er sumarfríð klappað og klárt...

Erum búin að bóka flug til Stokkhólms þann 11. júlí en þar munum við dvelja í góðu yfirlæti hjá Helga og Gunnu í sjö nætur en þá liggur leið okkur til elsku Ítalíunnar - nánar tiltekið Milanó, til Haffa og Karí en við munum gista hjá þeim í sex nætur eða fram til 24. júlí - þá liggur leiðin aftur yfir til Stokkhólms og við ráðumst inn á hjúin þar í eina nótt eða þar til við fljúgum aftur heim á leið.

Við verðum ekki bara þrjú í ferðinni heldur fjögur því hún Svava litla ætlar að fá að koma með okkur og vera okkur innan handar sem aupair;)

Þessir kæru vinir okkar eiga auðvitað miklar þakkir skildar fyrir að vilja taka á móti okkur öllum!!!

Og já ég held þetta verði alveg fáránlega skemmtilegt:) Sænska krónan hagstæð og svona....einmitt að maður verði að versla eitthvað en það má láta sig dreyma!

Engin ummæli: