sunnudagur, apríl 12, 2009

Gleðilega páska!

Ég elska páskafrí - er ekki frá því að það jafnist alveg á við jólafrí ef ekki betra! Við fjölskyldan erum búin að hafa það yndislegt það sem af er og í morgun skriðum við mæðgur fram úr rúmlega sjö og opnuðum páskaegg. Á eftir er það sunnudagaskólinn í Húsdýragarðinum og síðan erum við með páskalambið hérna á Laugarnesveginum - smá pressa en ef ég þekki tengdamóður mína rétt verður hún okkur innan handar!

Á morgun er skírn hjá litlum frænda okkar og svo auðvitað leikur leikjanna. Við mætum að sjálfsögðu og viljum ekki sjá neitt annað en sigur.

Næsta mál á dagskrá er að panta miðana okkar til Stokkhólms og Mílanó en ég mun birta ferðaplan þegar nær dregur. Við munum verða svo heppin að hafa barnapíu með okkur en Svava ætlar að skella sér með í ferðina þannig að þetta verður 4 manna fjölskylda á semí-interraili...

Eftir páska eru að ég held ekki nema sjö kennsluvikur og aðeins þrjár þeirra eru heilar að mig minnir. Sumarfríið er bara rétt handan við hornið! Til tilbreytingar ætla ég ekki að vinna neitt í sumar heldur bara njóta þess að vera í fríi. Það krefst að sjálfsögðu smá aðhalds hvað varðar eyðslu en það getur nú varla verið svo erfitt.

Nýjar myndir á síðunni: www.123.is/agustarut

Og já eigum við eitthvað að ræða það hversu spennt ég er að sjá ungfrú Hjaltadóttur!

Engin ummæli: