Íþróttaskóli...
Nú þegar dansnámskeiðinu hjá Ragga er lokið ætlum við að prófa að fara með Ágústu Rut í íþróttaskólann hjá Hönnu og Söru. Ég hlakka mjög til og fyrsti tíminn er á laugardaginn.
...síðan fór ég allt í einu að hugsa að þegar ég skoða myndir annarra barna á öðrum myndasíðum eru öll börn sem hafa farið í íþróttaskóla (sem eru ansi mörg) í liðsbúningum og sum hver eiga marga marga búninga!
Hvað gera bændur þá? Ára litla á ekki liðsbúning en ætli það sé nokkuð skylda! Hún á hins vegar afar flottan Puerto Rico bol frá Hjalla guðpabba og Evu, ætli hann verði ekki bara fyrir valinu á laugardaginn:)
Ég veit heldur ekki hvaða lið ætti að vera fyrir valinu ef maður færi út í það að fjárfesta í búning!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli