Við Andri vorum þeirrar lukku aðnjótandi að fá sendar nokkrar myndir af fallegu Hjaltadóttur í gærkvöldi og eins og von var vísa er hún yndislega falleg. Það er eitthvað sérstakt og einstaklega skemmtilegt að fylgjast með öllum þessum góðu vinum okkar eignast börn en þau hrúgast niður þessa dagana. Næsta got er áætlað 22. apríl og við fylgjumst auðvitað spennt með.
Andri segir að öll þessi börn sem eru að fæðast hafi einhver sérstök áhrif á mig:) Annars er bara eitthvað svo mikil hamingja í loftinu - sumarið að koma með öllu því skemmtilega sem það hefur að bera og lífið einhvern veginn leikur við okkur. Það er svo yndislegt að vakna á morgnana í birtunni og sólinni og fara í sund eða róló eða bara hangsa eitthvað saman. Við nennum eiginlega bara ekkert að mæta til vinnu aftur! Ég vissi ekki að veðrið gæti haft svona mikil áhrif á mig en ég hlýt bara að vera að eldast!
Ágústa Rut er líka orðin svo stór eitthvað og mikill krakki og getur bjargað sér mikið sjálf. Mér finnst svooo stutt síðan hún var ogguponsulítil...
Hún er búin að vera frekar fyndin í páskafríinu og gerir sér orðið alveg grein fyrir því að við skiptumst greinilega á því að sofa lengur á morgnana - þó svo að móðirin sé auðvitað mun meira fyrir þá iðju;) Allaveganna í fyrradag átti Andri vaktina og fór inn til hennar því hún var að kalla, klukkan var þá að ganga átta. Hann bankar létt á hurðina og segir: "Er einhver heima?" Þá heyrist í henni: "Já ég var bara hérna að lúlla í rúminu mínu og kalla á pabba";) Síðan spyr hún Andra um sloppinn hans því hún veit að það er eitthvað sem gerist á morgnana, Andri fer í sloppinn. Loks kemur hún inn til mín og ég ákvað að vera megahress og reisti mig upp og sagði: "Hæ Ágústa Rut!" Þá bendir hún á mig ákveðin og segir: "Þú lúlla." hahaha...
Í morgun heyrði ég hana líka segja við Andra þegar hann var á leiðinni inn í herbergið okkar: "Ekki fara þarna inn, hún er sofandi!" Veit hvað mömmu sinni finnst gott að sooooofa;)
Njótið þess litla sem eftir er af páska fríinu - ég er farin að undirbúa mig fyrir skírn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli