sunnudagur, mars 07, 2004

Birmingham á morgun......
Get ekki beðið, ég og rexið förum í flugið um þrjúleytið, þetta verður geggjað stuð. Vona bara að kennsluverkefni reddist, jú er það ekki, mar er nú með soddan yndum í hóp þær verða dúllegar á meðan ég er úti og svo kem ég heim og tek þetta á endasprettinum.

Árshátíðin í gær með pompi og pragt, ég, Siggi, Doktor, Arna og Bjarki brunuðum á Geysi eftir vinnu og náðum dýrindis þriggja rétta máltíð....eftir matinn var svo haldið í kofann til Ollýar og Hauks og stjórnaði þar veislustjórinn hann Sigurður hinn sívinsæli happdrætti og vorum við hjúin það heppin að fá glæsilega vinninga. Ég fékk 5000 inneign í búðinni sem er ekki leiðinlegt fyrir mig þar sem ég var akkúrat í gær að fjárfesta í glæsilegum skóm og bol og var með hálfgerðan móral yfir því!!! Andrinn fékk svo tvo bíómiða og inneign í Rhodium sem er einmitt mjög heppilegt þar sem ég var að sjá ansi flottan hring þar.....

Um eittleytið stungum við svo af í kofann okkar enda örmagna eftir síðustu viku, Andri búinn að vera í prófatörn og ég í 12 ára bekknum. Í morgun rifum við okkur svo upp til að ná morgunmatnum og var það ljúffengt hlaðborð.

Við erum svo bara mætt hress hérna, ég, Einar og Arna að vinna.

Í kvöld lítur út fyrir að einhver lærdómur þurfi að fara fram....mar leggur það nú á sig með Birmingham í huganum.

Later....

Engin ummæli: