miðvikudagur, mars 24, 2004

Daginn í dag.....daginn í dag...svaf ég mikið

Já ég er löt þessa vikuna, enn er þreytan að líða úr manni eftir næturvinnuna í þeirri síðustu. Kennslan gengur eins og í sögu....eins og smurt ef svo má að orði komast. Þessar 12 ára elskur eru bara algjör yndi, stelpurnar hafa reyndar stórar áhyggjur af því að ég hafi hætt að stækka þegar ég var svona 12-13 ára eða á svipuðum aldri og þær. Maður sér alveg skelfinguna skína úr augum þeirra þegar þær hugsa með sér að þær gætu endað eins og ég því við erum allar svona svipaðar á hæð!! Ég og 12 ára stelpurnar í Árbæjarskóla og sumar jafnval töluvert stærri. hahahhahahhaha......

Ástæðan fyrir því að ég datt hérna inn er sú að ég var að skila skattframtalinu mínu á netinu og nú til dags er maður bara nokkuð stoltur af því að kunna að gera þetta svona rafrænt og skilja hvað er í gangi þar sem sumir vinir manns vita ekki einu sinni hvað skattframtal og persónuafsláttur er......nefni engin nöfn!! Ég hef hins vegar tekið þá ákvörðun að vinna ekki fyrir meira en 200.000 kr á ári í Baðhúsinu, það barasta borgar sig ekki þar sem skattman kemur og hirðir alla peningana manns ef maður vinnur of mikið sem ég er þekkt fyrir. Ég og doktor höfum verið að reyna að útiloka ýmsar vinnur og verkefni sem ég er í en það er nú hægara sagt en gert,
Kennó - að sjálfsögðu ekki, það er framtíðin.
Baðhúsið - færi hvort eð er að hreyfa mig og það er betra að fá borgað fyrir það en að þurfa að borga!!
Adidas - æj nei.....fötin
Þrífa hjá Maríu - vissulega má íhuga að segja upp því starfi en þar sem þetta er bara tvisvar í mánuði þá munar þetta ekki svo miklu.....þannig að nú er bara að taka vítamín og hressingarmeðöl, fara snemma að sofa og þrauka....hehe meiri vælið í mér....páskarnir eru að koma og þá verður legið í leti oh get ekki beðið.

Þangað til næst þá bið ég bara að heilsa og vil heyra eitthvað í ykkur börnin mín.....langt síðan stiftamtmaðurinn hefur skellt einhverju góðu hérna inn!!!

Linda

Engin ummæli: