mánudagur, mars 15, 2004

Ég hata svona kvef....

Jæja ég tek Skully hérna á orðinu og bæti aðeins úr þessu. Spurning hvar maður á að byrja.......er að minnsta kosti að kafna úr kvefi, þetta er óþolandi, maður nýtur þess ekki að sofa og vaknar með köggla í nefinu!

Birmingham var æði eins og fram hefur komið, mikið um einkahúmor þar á ferð og ég er ekki viss um margir hefðu gaman af þeim bröndurum sem áttu sér stað.....þannig ég held þeim fyrir sjálfa mig og rexion....einn samt æj þessir tjænís motherfuckers!! Við náðum að versla alveg slatta og gerðumst svo djarfar að missa okkur í Primark sem er svona búð með allt á nokkur pund og sumt jafnvel bara á eitt pund og minna. Við vorum eins og óðar að versla okkur sokka og nærbuxur með perlustreng, agalega þægilegar hohohoh....Ragna gerðist svo djörf að hún skellti sér á baðmottu...

Rexion gekk vel að keppa við olympiumeistarann og skoarði heil 10 stig á móti henni. Á hliðarlínunni stóð svo Team manager Linda Heimisdóttir from Iceland og hvatti hana áfram og skráði niður atriði sem mátti laga.

Heimferðin var löng og ströng en við komust á leiðarenda og fengum Tax freeið og alles......uppáhalds kom svo að sækja og mikið var nú gott að koma heim í rúmið mitt!!

Strax á laugardaginn tók svo við löng og ströng vinna í kennsluverkefninu sem er nú óðum að klárast...um kvöldið var svo LA - comeback hjá okkur píunum....við erum sem sagt ekki búnar að hittast síðan í haust.....hræðilegt enda vissi engin neitt um neinn....bætum úr þessu stelpur!!

Sunnudagur fór svo í yndislega verkefnið okkur en við vorum uppi í skóla frá hálf tólf um morguninn til níu um kvöldið. Í gærkvöldi ákváðum ég og doktor síðan að taka spólu og fyrir valinu varð frönsk mynd sem heitir Blár og fjallar um hvort að hægt sé að öðlast algjört frelsi.....þetta var frekar dull mynd og lítið markvert sem gerðist þannig að Stiftamtmaðurinn hefur því sigur í þessu máli!!

Ég vil biðja alla að kíkja á síðuna hjá Skallanum en þar má finna þessi orð:
Helgi Magnússon, körfuknattleiksmaður úr KR, var valinn besti leikmaðurinn í úrslitakeppni South Atlantic háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Skóli Helga, Catawba, sigraði þá Newberry í úrslitaleik deildarinnar, 81:68, en Helgi skoraði 20 stig í leiknum og tók 10 fráköst.
Sigur Catawba var mjög óvæntur þar sem liðið var aðeins metið sem það sjöunda sterkasta í deildinni og á tímabilinu í heild vann það einungis 12 af 30 leikjum sínum. Með þessu vann Catawba sér þátttökurétt í úrslitakeppni 2. deildar NCAA, bandarísku háskólakeppninnar


Ég hvet alla til að fara inn á síðuna hjá honum og smella hamingjuóskum á hann. Knús til Helga!!!

Nýjustu fréttirnar eru samt þær að ég og Krunka erum ekki á leið til Köben heldur til Genova á Ítalíu jei jei!!! Getum ekki farið á haustönn í danska skólann þannig að við þurftum að breyta áðan og vorum að skila inn umsókninni. Gaurinn sem sér um þetta úti er svakalega spenntur að fá okkur og á örugglega eftir að stjana við okkur gaman gaman......

Jæja best að snúa sér aftur að eineltinu.....og magga hvar ertu....þú verður að hjálpa mér að setja inn myndir......vonandi koma myndirnar frá adidas árshátíð...Birmingham og LA - comeback sem fyrst inn!

Engin ummæli: