sunnudagur, mars 21, 2004

Góðan og blessaðan daginn

Langt síðan maður hefur dritað niður texta hérna en sökum anna við kennsluverkefnið hefur ekki gefist tími til neins. Verkefninu var nú samt skilað á föstudaginn með pompi og prakt og fengum við aldeilis gott veganesti þegar sjálfur kennlsufræðingur og prófessorinn Ingvar Sigurgeirsson bauð 9 í verkefnið okkar. Ekki amalegt það......

Meyvi peyvi var líka bara hress þegar við skiluðum til hans og sagði að honum litist bara vel á það sem hann var búinn að fletta í gegnum....en við gleymdum að kvitta undir verkefnið svo mikll var asinn að skila og þurftum við því að fara aftur að hitta hann.....sem okkur fannst nú bara alls ekki leiðinlegt enda er hann uppáhalds kennarinn minn!!

Um kvöldið var síðan góður hittingur hjá Ingibjörgu meðlimi í office HIL og var hressandi að hitta hópinn aðeins og fagna skilum. Dísa og Svava komu svo um hálfellefuleytið beint úr skólanum eftir að hafa verið að klára. Algjörar hetjur þar á ferð!!

Í gær var unnið allan daginn í adidas og um kvöldið var haldið á frábært FRAM-hóf á Ölveri þar sem Andri, viðutan og bronsbumban fóru á kostum í sínu atriði. Einnig var karókí, drag-show og síðast en ekki síst fimmhundruð kallinn Jón Sigurðsson sem ég náði síðan að plata til að mæta á IDOLIÐ okkar í Árbæjarskóla í þar næstu viku, ó já geri aðrir betur, kallinn smellti bara nr í símann minn og sagði að ég ætti bara að vera í bandi. Það verður náttúrulega bara geggjað ef hann kemur.......

Pabbinn minn skellti sér með okkur á fagnaðinn og held ég að hann hafi bara skemmt sér vel á Ölveri enda fastagestur.....gaurarnir á barnum þekktu hann bara með nafni og hann þá.....frekar fyndið.

En jæja back to work og ég kveð að sinni frá adidas í Kringlunni.
Lindan

Engin ummæli: