mánudagur, mars 29, 2004

Halló halló....

Jæja doktor farinn til Spánar þannig að nú er hægt að njóta þess að fara snemma að sofa og hafa 14 fm alveg út af fyrir sig. Það er nú samt frekar tómlegt að hafa hann ekki þarna lesandi heimspeki og bendandi manni á eitthvað um lífspekina. Maður er bara strax farinn að kvíða fyrir 3 mánaða aðskilnaðinum!!

Um helgina var svaka stuð. Á föstudaginn fórum við í mat með Ruth og Lottó til Önnu og Gylfa og Hinni 7 ára strákurinn þeirra hélt að ég væri 15 ára. Þetta er bara orðinn daglegur viðburður hjá mér!! Sátum þar fram eftir og ég sötraði rauðvín. Andri fór svo út á flugvöll um nóttina.

Á laugardagskvöldið hittumst svo við FRAM konurnar heima hjá Steinu og var að sjálfsögðu mikið stuð á okkur. Borðuðum dýrindis kjúlla sem Steina eldaði og drukkum svo áfengi í nokkuð temmilegu magni. Tókum smá trúnó og sögðum sögur af okkur sjálfum hohohohoho. Svo var haldið í bæinn og um fjögurleytið hitti ég Krunku sem kom svo með mér heim og gisti í svítunni. Takk fyrir síðast stelpur!!!

Þar sem öll síðasta vika fór mikið í umræður um hæð mína hélt ég nú að ég væri komin í helgarfrí. En nei haldiði að ég hafi ekki bara verið böstuð við að kaupa sígarettur handa Steinu.

Málið var að Steina hringir og biður mig að kaupa salem lights handa henni og jú jú ég segist geta gert það. Fer í 10/11 á Laugarlæknum þar sem einhver ca. 25 ára afgreiðslubeygla er að vinna. Hér kemur samtalið:

Linda: Góðan daginn.
Beyglan: Umlar Góðan dag.
Linda: Einn salem lights takk
Beyglan: Réttir og tekur kort og grandskoðar það.
Linda Hlær í huganum og hugsar hvenær ætli verði hætt að skoða kortið mitt.
Beyglan: Réttir strimilinn.
Linda: Kvittar undir.
Beyglan: Þú ert nú í rauninni ekki orðin 18.
Linda (hissa): Ha, jú ég er að verða 22.
Beyglan: nei það er 2004.
Linda: Já sem segir það að ég er að verða 22 ára.
Beyglan: heimsk á svip en samt hugsi hummmm.....
Annar kúnni: það eru börn fædd '86 sem mega ekki kaupa sígarettur.
Beyglan: hlær hálfvitalega úff ég er eitthvað að ruglast.
Linda: Alveg hlessa yfir þessu og baunar út úr sér: Það er nú eins gott að þið starfsfólkið hérna farið að æfa ykkur í hugarreikningi til að geta reiknað út hversu gamlir krakkarnir eru sem koma að kaupa hérna og strunsar út!!

Sú ætlaði nú aldeilis að nappa mig þarna þar sem ég var mætt í sparidressinu að reyna að kaupa sígarettur.....

Og Bjarni þar sem þú fórst ekki út þá er Andra bara hent í herbergi með næsta Bjarna í liðinu. Held þú hefðir nú aðeins átt að hugsa um vini þína og hvers þeir þurfa að gjalda áður en þú hættir í boltanum!!!

Sjáumst í bili, er farin að skrifa yndislegu leiðarbækurnar.
Lindan

Engin ummæli: