miðvikudagur, mars 03, 2004

Sit hér og drep tímann á meðan doktor klárar ritgerð sem ég er reyndar búin að vera að aðstoða hann með. Mér var líkt við ekki ómerkari mann en Sókrates sem aðstoðaði fólk við að koma hugmyndum sínum á framfæri. Málið er að Andri var með ritstíflu í allan dag sem gerði það að verkum að hann kom varla orði niður á blað. Það var ekki fyrr en ég ljósmóðirin kom heim og hjálpaði honum að fæða hugmyndir sínar, líkt og Sókrates átti til. Reyndar var þessi fæðing í þyngra lagi og var tekin keisarinn á þetta. Hann er að ljúka við niðurstöðurnar núna og svo þurfum við að senda þetta til Bjarka frænda til að láta prenta út. Hið týpíska vandamál kom nefnilega upp hér í kvöld að blekið var búið!!! Alveg í takt við lífstíl og viðburði í lífi Andra Fannars. Þetta er samt allt að smella saman. Hann er náttúrulega bara algjört séní í þessu, fjallandi um rök fyrir tilveru Guðs og einhverjar verundir og hvort orsakasamnband sé á milli eiginlegs veruleika og óeiginlegs eða hvort að verundirnar eru óháðar hvor annarri eða samtvinnaðar með aðstoð Guðs. Ég kann einhvern veginn mun betur við mig í kennaranáminu en það er önnur saga........

Snúum okkur því að fleiri fæðingum sem eiga sér stað á næstu mánuðum en í dag fékk ég loksins staðfestingu á því að hún EVA öfgaskvísa með meiru úr gæjalegu eyjunum er ólétt!!! Jáhá eftir að hafa velt þessu fyrir mér á annan mánuð ropaði hún þessu upp úr sér með hjálp Eddu sem vara lét vaða og spurði. Gott framtak það, get því hætt að velta mér upp úr þessu og hætt að glápa á bumbuna á henni. Nú má ég snerta og finna spörk og alles. Gaman gaman!!!

Annars er ekkert markvert búið að gerast, áheyrn í fullum gangi í Árbæjarskóla og við erum í hressum 7. bekk, smá gelgjur en annars bestu skinn. Við erum svaka duglegar að skipuleggja kennsluverkefnið og allt er komið á fullt....það er nú líka út af því að ég er að fara sem Coach/Trainer Linda með Rexinu mínu á All England í Birmingham í badminton á næsta mán.....jei jei jei jei, verð henni svona innan handar með brúsana og spaðana. Tjékkaði líka á því að í Birmingham eru að minnsta kosti þrjár H&M og þrjár adidas originals only búðir...verður nú ekki leiðinlegt að kíkja aðeins í þær hummm!!!!

Talandi um adidas en þá er hin margrómaða og margumtalaða árshátíð búðarinnar um næstu helgi og er hún haldin á Hótel Geysi.....gist verður eina nótt ásamt mat og djammi.....Ég og doktor verðum mætt þar í okkar fínasta pússi!!!

Jæja best að skreppa niður og fæða meira.........
Sókratesa......

Engin ummæli: