mánudagur, mars 29, 2004

...fyrir tæpum þremur tímum kvaddi ég með þeim orðum að ég væri farin að gera leiðarbækur...ég er búin að búa til skjal og fyrirsögn fyrir hverja og eina. Lengra er ég ekki komin. Þess í stað ákvað ég að hanga aðeins á netinu, skoða bloggsíður annarra, spjalla við fólk á msn og annað slíkt.

Þar sem þetta gekk nú ekki ákvað ég að fara niður og klára Innansveitarkroniku en ég hætti á bls 107 í flugvélinni frá Birmingham.....þar sem þetta er nú ekki sú allra besta bók sem ég hef lesið er erfitt að muna þráðinn svona löngu seinna. Krunka hringdi í mig og við tókum ákvörðun um ða klára þessar leiðarbækur eftir kennslu á morgun. Ég sá því ekkert annað í stöðunni en að leggja mig í hálftíma og rotaðist. Nú er ég aðeins að ranka við mér og er að hugsa um að skella mér í einn combad tíma áður en ég fer að kenna minn tíma. Já gott fólk enn eitt átak að hætti Lindu Heiðars er byrjað og mun að minnsta kosti standa þar til kallinn kemur heim. Engar pizzur og sull.....er einmitt að gæða mér á gómsætu epli núna!!

Já munið það ekki ætla ykkur um of....

Engin ummæli: