fimmtudagur, apríl 15, 2004

Hefur einhver fengið beint nafngreint skot á sig frá kennara í yfir hundrað manna fyrirlestrasal?

Nei bara að velta því fyrir mér, fékk eitt slíkt á mig í dag og það var svona frekar vandræðalegt fyrir mig, vona samt að allir hafi verið að glósa!!

Ekkert markvert í dag...tók mér góða ciestu milli þrjú og fimm....er svona að venja mig Ítalíu...án þess þó að vita hvort ciesta er tekin þar.....ég mun hins vegar koma því á...

Er á leið til doktor Tryggva Sigurðssonar að ræða um þroskahömlun...heppilegt að hafa svona sambönd í gegnum hana Álu hohoho...

Heyrði í rexinu mínu í dag...hún var yfir sig ánægð með vinnuna í sumar og ætlar kannski að kaupa handa mér flotta skó ligga ligga lá..

..segir Linda Heiðars um leið og hún prentar út glósur fyrir doktor...þvílík þjónusta!!

Engin ummæli: