þriðjudagur, apríl 06, 2004

6. apríl 2004

Jæja þá er heilsan að komast í lag eftir vægast sagt ömurlegan vírus. Hvers á maður að gjalda? Andri er rétt lentur og maður er komin með pest. Er þetta eitthvað sign eða hvað? Tja mar spyr sig. Það hefur svo sem ekkert markvert gerst í þessum veikindum nema legan. Ég komst hins vegar að því að það er vonlaust að leigja sér góða mynd þannig að ef einhver veit um mynd endilega látið mig vita. Hvað er að gerast í þessum kvikmyndabransa?

Á morgun fer ég í sýrumælingu á St. Jósefsspítala. Þar á ég að mæta 8:30 eftir að hafa fastað frá miðnætti. Slöngur verða þræddar ofan í mig og koma út um nefið. Við mig verður svo fest tæki sem á er takki sem á að ýta á við hvern matarbita sem fer ofan í mig. Þetta verður fróðlegt!!

Það má segja að everything goes on the back legs hjá Arsenal mönnum.....nú er pabbi minn glaður á pöbb á Kanarí. Kominn með einn Beamise í hönd!!

Þangað til næst verið góð við náungann....hann á það skilið.

Engin ummæli: