fimmtudagur, apríl 29, 2004

Hvernig er hægt að gera manneskju það að finna ekki bragð?

Ég finn ekki bragð af neinu og hversu pirrandi er það þegar maður er búin að vera að borða ótrúlega hollt í 3 daga og svo á mamman manns afmæli og maður fær sér smá súkkulaðiköku og rúnnstykki með túnfiskssalati og finnur ekkert bragð af því.....nýtur þess ekki að borða matinn en er samt að bæta á sig fleiri hundruð kaloríum.....og svo gerir maður aðra tilraun...kentucky í matinn með frönskum og sósu og öllu tilheyrandi, ég var meira að segja búin að fyrirbyggja með otrivin og öllu en nei ekkert bragð....bara 700 kaloríur skviss bang mættar!! Skyndibitalinda fílar ekki svona

Kveð úr kjallaranum online.....því ég var að uppgötva að þráðlausa netið uppi drífur niðri í kjallara hjá mér.....af hverju ekki fyrr, ekki spyrja mig???

Linda + 1000 kaloríur og naut þess ekki!!

Engin ummæli: