fimmtudagur, apríl 01, 2004

All í plati 1. apríl
....á þetta að ríma eða.....

Er búin að taka þrjú aprílgöbb (et. gabb, ft. göbb) í dag. Byrjaði á því að taka Hörpu sys í morgun, reyndar frekar lélegt en þegar ég kom heim eftir að vera búin að kenna sagði ég við hana að það væri verið að spyrja eftir henni (frekar ólíklegt þar sem klukkan var hálf átta um morgun) en hún gleypti við þessu en hikaði svo eitthvað þegar ég sagði að þetta væri strákur!!
Gabb númer tvö átti sér stað í Árbæjarskóla en þar náði ég að plata Ingibjörgu upp úr skónum (og sófanum sem hún sat í og alla leið fram á gang).....hahahaha mjög fyndið.
Þriðja gabbið var svo við bekkinn okkar en við sögðum þeim að í tengslum við Idolið væru Sveppi og Auddi komnir til að taka viðtal við þau en þeir væru niðri í E - álmu svo að það myndi ekki allt tryllast í skólanum. Flestir gleyptu við þessu en sumir sögðu oh þetta er aprílgabb....en þar sem við vorum svo saklausar og sögðum finnst ykkur líklegt að við værum að gabba með eitthvað svona gleyptu allir við þessu á endanum. Nokkrir gerðust það krævir að taka með sér blað og penna til að fá eiginhandaáritanir hohohoho alltaf gaman að plata þessi börn.

Reyndar fannst mér frekar fyndið aprílgabbið í Fréttablaðinu......þvílík vinna sem er lögð í eitt gabb!!

Nú er bara einn dagur eftir af æfingakennslunni og við fengum þvílíkt hrós í dag frá viðtökukennaranum okkar og hafði hún bara ekkert út á okkur að setja. Aldeilis gott veganesti það!!

Góðar kveðjur,
Lindsey

Engin ummæli: