sunnudagur, apríl 11, 2004

Komin úr páskafríi....

...já það má með sanni segja að ég sé komin úr páskafríi..haldiði að maður sé ekki bara rifin af stað í hlaup á páskadag!! Nýi sambýlismaðurinn minn Andri Finnur (en hann hlaut þetta nafn hjá rúmenanum því hann á í hinu mesta basli við að segja Fannar) skikkaði mig í hlaup enda ekki seinna vænna því við fengum þrjú páskaegg nr. 5 og er búið að gæða sér á þeim undanfarna daga. Urðum að opna fyrr því við hefðum ekkert getað tekið þetta allt í dag....eða hvað!!

Jæja ákveðin hlaupahringur var í deiglunni. Út Grunninn, niður á Laugarásveg og þaðan upp kirkjutröppurnar...sem er ekkert grín...það er þó skárra að andast á kirkjutröppunum frekar en annars staðar. Andri þurfti náttúrulega aðeins að sýna hver væri búin að vera að hlaupa á 15 á bretti undanfarið og byrjaði þetta á góðu tempói....ég lét það ekki á mig fá og þegar komið var að kirkjutröppunum lá þetta bara í mínum höndum..ég tók þær bara létt og var á undan. Síðan voru teknar smá teygjur áður en haldið var áfram í næsta hring sem var niður á Langholtsveg og svo aftur inn á Laugarásveg og aftur kirkjutröppurnar, ójá þá var ég líka nokkuð búin á því!! Þá kom góð setning frá doktor: ,,já nú er aðalmálið sko hversu fljótur maður er að jafna sig.....þetta var bara sagt því andardráttur minn var ansi hávær....létt jogg var tekið heim á leið og djö....líður manni svakalega vel...endurnærður. Nú er bara að baða sig og halda áfram í eggjunum....

Skemmtileg umræða hefur skapast hérna á síðunni varðandi LA Laugarnesið eða hjarta Reykjavíkur eins og það er gjarnan kallað og Breiðholtið eða gettóið. Hvað segir fólkið, hvort er betra að búa í LA eða Breiðholtinu. Tja, mar spyr sig eins og Helgi myndi segja....

Gleðilega páska og njótið þess að slappa af....
Lindan

Engin ummæli: