Elska fríhelgar......
og hún er eiginlega ekki enn búin því á mánudögum mæti ég 12:50 og get því líka sofið út á morgun. Var einmitt að pæla í því hvernig er eiginlega hjá fólki sem er bara alltaf í fríi um helgar.....
Á föstudaginn fór ég í idolpartý með D-inu, þau eru dásamleg en komast samt ekki nálægt Elítunum.....þar var stuð en ég klúðraði nú aldeilis mikilvægu stigi í idol keppninni með því að kjósa ekki Margréti Láru út og ég veit að fleiri gerðu það! Ætlaði að kjósa hana út en ákvað svo að skjóta á Ylfu sem var klúður. Þið sem ekki vitið þá er þetta Idol keppnin í adidas. Varð svona smá misskilningur þegar ég var alltaf að tala um að kjósa fólk út úr keppninni.
Í gærkvöldi buðu Ruth og Lottó okkur síðan á Tapas og hrikalega er það góður staður, kjúklingalundir, humar, rauðvín, súkkulaðikaka og kaffi.........yndislegt alveg, takk fyrir okkur. Eftir það ákvaðum við að skella okkur í bíó á myndina Aviator, stór mistök þar á ferð, hefðum átt að senda Lottó og Andra og við hefðum getað farið í ísbíltúr eða eitthvað. Ég hélt ég myndi morkna úr leiðindum, ekki beint leiðinleg mynd en lllllaaaaaannnnnngggggggdregin.....bíó til hálf þrjú um nóttina nei takk.
Hún er samt svo yndisleg hún tengdamamma mín vildi endilega panta 3 súkkulaðikökur á Tapas þó svo að hún væri nú eiginlega sú eina sem vildi og svo fórum við í bíóið og um leið og við komum inn var hún búin að fylla töskuna sína af Freyju karamellum og stökk síðan að nammibarnum sem er í Laugarásbíó og hrópaði yfir sig ha! er kominn svona bar hérna en gaman og virti fyrir sér allt nammið! Það verður því ekki auðvelt að vera í einhverri hollustu þegar maður flytur í Geislann.
Í kvöld hitti ég svo BH stelpurnar mínar Helgu og Ragnheiði og þar sem þær eru aðeins á undan mér í aldri þá voru þær báðar að kaupa sér íbúð og eru alveg komnar í fullorðinspakkann, með stellin og bróderingarnar á hreinu. Ég fylgdi þeim samt nokkuð vel enda nýbúin að vera með FRAMkonunum Grétu og Steinu í (7 - 7 -7 genginu) á kaffihúsi að ræða íbúðakaup.....
Hingað er ég þá komin í borðstofuna heima hjá mér og hef ekki eitt einasta meira að tjá mig um. Fannst samt frekar fyndið að FRAM tók upp á því að kaupa einhverja púlsmæla á allt liðið sem þeir eiga alltaf að vera með á sér þegar þeir æfa, mælir víst stað og stund og hvort menn séu að vinna á hámarkspúlsi, ekkert gefið eftir enda menn að skíta á sig í fyrstu leikjunum. Ég spurði Andra hvort hann vildi ekki setja þetta á sig í rúmfiminni líka.....svona til að vinna sér inn aukastig.....hann hélt nú ekki......ég meina fjandinn hafi það þeir geta nú ekki mælt út staðsetninguna á því er það? Spurning um að gera könnun á liðinu.......hver er fimastur.....ef að stöður og stellingar eru inni í þessu prógrammi...mar spyr sig?
Góða nótt....ætla að fara að pumpa púlsmælinn!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli