miðvikudagur, mars 30, 2005

Djö....harka

Ég fór á mína 4. þriðjudagshlaupaæfingu í gær. Mér leið eins og snigli sem hefur verið settur á slow motion. Ég horfði á eftir Fríðu Rún og einhverjum öðrum hlaupagaur skjótast á undan mér eftir tartaninu á Laugardalsvelli. Þetta var ekki nógu spes tilfinning. Þegar kom svo að 3. km niðurhlaupinu játaði ég mig sigraða, ég dróst alltaf meira og meira aftur úr þar til þau snéru sér við með svipinn eigum við að bíða eftir henni ég gaf merki til baka með svipnum nei nei hafið engar áhyggjur af mér! Eftir það svindlaði ég mér leið til baka og skreið örmagna upp í bíllinn minn. Þvílíkur léttir. Spurning hvort þetta sé of erfitt fyrir mig.

Las skemmtilegan pistil hjá vinum mínum á Strætinu (búin að skella link á þá hérna til hliðar). Þar var talað um að Andri hefði orðið Jordan ára í síðustu viku. Þarna er komið með þá hugmynd að nota nr. körfuboltaleikmanna í stað talnanna sjálfra. Skemmtileg hugmynd. Ég var því að velta því fyrir mér þar sem systir mín verður 10 ára á morgun hvort hún sé þá að verða Magnússon´s ára, því ekki man ég eftir neinum frægari leikmanni en Helga Má Magnússyni sem lék að ég held gjarnan nr 10 ef hann gerir það ekki enn! Einhverjar betri tillögur?

Einnig smellti ég link á Sveittu svínkurnar en ég var nú eitt sinn vitni að stofnun þessa ágæta matarklúbbar. Spurning hvort gamla aðgönguskírteinið gildi enn! En þarna er í fararbroddi góðvinkona mín hún Álfrún ásamt MH genginu hennar.

Andri hélt til Spánar í gærmorgun og á meðan nýt ég þess að vera enn í hálfgerðu páskafríi en skólinn hefst nú aftur á morgun. Hjólaði einmitt í bæinn í dag og kíkti í Fornbókaverlsun Braga og fjárfesti í einum 7 stykkjum að Tímariti Máls og menningar en við erum alltaf að lesa einhverjar greinar úr þeim í nútímabókmenntum. Er bara alveg að fíla mig í þessum bókmenntum spurning með bókmenntafræðina eða námsráðgjafann eða M.ped í íslensku eða ýmislegt annað. Margt í boði í framhaldsnáminu.....ójá

Segjum það í bili
Lilly Hólm

Engin ummæli: