Sem mikill talsmaður þess að borða ekki amerískan skyndibita varð mér aldeilis á í messunni í dag og reyndar eitt sinn í Berlín þegar ég heimsótti Möggu.
Þar sem systir mín fagnaði Magnússon aldrinum í dag voru pantaðar pizzur í afmælinu og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að benda foreldrum mínum á að sneiða fram hjá pizzum frá Dominos, KFC kjúlla, Mc Donald´s borgurum og öðrum eins óþverra var samt brugðið á það ráð að kaupa pizzur frá Dominos og í kjölfarið af því gerðist ég svo gróf að fá mér eina sneið (margarítu samt) sem urðu síðan tvær en enduðu svo í þremur, ójá þremur feitum ógeðslegum Dominos sneiðum. Enda líður mér ekki vel núna og má segja að deigið sé að gerjast í maganum á mér. Fór líka á bak við sjálfa mig eitt sinn í Berlín þegar ég reyndi að telja mér og Möggu trú um að Burger King væri bresk skyndibitakeðja. Það reyndist síðan ekki rétt.
Þar sem Andri er erlendis þessa stundina þætti mér vænt um að við myndum bara halda þessu milli okkar. Þetta er nefnilega smá samkomulag sem við gerðum meðal vor. Látum sem þetta hafi aldrei gerst!
Í dag fékk líka að heyra ansi skemmtilega sögu. Þannig var það að átta ára dóttir hennar Ingunnar sem er með mér á íslenskukjörsviði kom með henni einn daginn í skólann. Þennan dag sat ég akkúrat við hliðina á Steinari sem er gamall kall og kennari sem er svona í smá endurmenntun (ok hann er kannski ekki eldgamall en svona milli 50-60). Eftir tímann spurði litla 8 ára skinnið mömmu sína hvort að ljóshærða stelpan í bleiku peysunni (ég sem sagt) hefði líka verið með pabba sínum í skólanum ha ha ha ha ha þetta verður alltaf fyndnara og fyndnara. Ég fyrirgef samt lillunni þetta alveg því hún sagði við mömmu sína að henni þætti ég alveg soldið sæt:) Snilldin ein!
Ég verð líka að játa mig sigraða með helv.....dreifildið sem ég er búin að neita að dreifa á morgun því engin sagði mér frá því. Fann nefnilega smá klausu á einhverju blaði þar sem stendur að það eigi að dreifa lýsingunni......bögg, við erum samt með söngatriði þannig að það skýrir sig sjálft.
Segir Lindan sem situr og gerir verkefni og hlustar á Love in the Time of Science
1 ummæli:
Wow, that's what I was looking for, what a information! present here at this blog, thanks admin of this site.
Have a look at my blog ; perfumes
Skrifa ummæli