miðvikudagur, mars 23, 2005

Páskahreingerning

Ég er búin að vera alveg hrikalega dugleg í dag. Búin að páskahreingera stanlaust í 6 tíma og stóð sjálfa mig að því að vera með eyrnapinna á klósettsetunni! Ásamt þessu er líka næstum því búin að þvo hvert einasta snifsi, aðeins nokkur íþróttaföt eftir og þá erum við að tala um að ÖLL sængurverin okkar eru orðin hrein.

Ég er nú ekki bara búin að vera að þrífa hérna á Grunninum heldur skellti ég mér líka í Naustabryggjuna til afa wonder og tók smá slurk þar. Eftir það fórum við að versla í matinn og keyptum páskaliljur.

Ég er því komin í alveg svakalegt páskaskap......það væri samt alveg gaman ef maður fengi líka gjafir á páskunum...humm;)

Liljan

Engin ummæli: