þriðjudagur, mars 15, 2005

Í fréttum er þetta helst.....

.....að ég er búin að vera alveg hrikalega löt að blogga. Eitthvað andleysi í manni eða jafnvel bara annríki. Vettvangsnáminu fer nú senn að ljúka og hefur verið alveg hreint ágætt að vera með 30 lítil skrímsli. Ég hef hins vegar ákveðið að fara ekki í yngsta stigs pakkann, mér finnst það ekkert spes gaman. Alltof mikið af hori og vesen....en frábært þó að fá tækifæri til að útiloka það í bili:)

Á eftir er gítarprófið mikla og verða tekin alvöru útileigusmellir eins og Þytur í laufi.....Fatlafól og svo reyndar Dvel ég í draumalandi. Formlegri grunnkennslu minni á gítar er þá lokið. Ég get nú ekki sagt að ég sé búin að vera dugleg að æfa en það má þó raula með mér!

Áðan fór ég síðan í atvinnuviðtal í Vinnuskólann og er stefnan tekin á að vera með unglinga í sumar. Held að það henti mér alveg hreint ágætlega. Verð líklega svona ein af hópnum. Það kjaftaði á mér hver tuskan og ég held að gaurnum hafa bara lýst vel á mig. Vona bara að ég fái að vera í Laugarnesinu, meika ekki að vera send upp í Breiðholt eða einhvern annan álíka skítastað.

Um helgina héldum við LA hópurinn smá afmæli fyrir Regínu en hún er orðin 23 ára þessi elska. Alltaf gaman að hitta gömlu góðu vinkonurnar og finna hvað þær eru virkilega góðar vinkonur forever......takk fyrir hittinginn....við erum strax búnar að toppa síðasta ár!

Annars er bara same old same old.....

Linda

Engin ummæli: