Í gær fékk ég frekar furðulega sendinu frá Svíþjóð........
yfir 100 stykki af þungum bæklingum í tveimur stórum strigapokum! Veit ekki hvort Svíar hafi komist að ást minni á þeim eða hvað. Faðir minn sem má með góðu móti titla öryggisstjóra fannst þetta nú ekki eins fyndið og mér og hélt því fram að þarna gæti verið um einhvers konar hryðjuverkastarfsemi eða jafnvel eiturlyf að ræða og sendi mig og mommsu með herlegheitin aftur á pósthúsið. Starfsmennirnir þar gáfu engar skýringar en ákváðu að endursenda þetta og neita viðtöku. Mamma greyið hafði tekið við þessu því henni fannst endilega að ég og Andri hefðum verið að panta einhverjar bækur á netinu, jú við pöntuðum eina ekki 20 kg!
Í gær heyrði ég líka skemmtilega sögu af fólki sem er mjög nákomið mér, veit ekki hvort þau vilja láta nafn síns getið en söguna læt ég flakka!
Konan er með mikinn og óþægilegan hósta og finnst endilega að hún geti barasta pissað á sig við eitt hóstakast. Hún bregður því á það ráð að skella sér í boxerbrækur af kallinum og setur stærðarinnar dömubindi í þær. Eftir það fær hún sér smá lúr og hugsar svo með sér þegar hún vaknar að hún sé nú búin að vera svo stutt í þessum buxum og skellir þeim bara upp á bastkörfuna á baðinu. Um kvöldið ákveða hjúin að skella sér í ljós og tilheyrandi sturtu. Þegar út í bíl er komið eftir ljósin segir konan, jæja var þetta ekki hressandi? Kallinn segir með skrýtnum svip, jú jú nema ég er ennþá í sömu nærbuxunum........ha! já það var eitthvað stærðarinnar dömubindi í þessum hreinu sem ég tók með mér........ha ha ha ímyndið ykkur hann á sprellanum að klæða sig í brækurnar og tekur eftir dömubindinu......ég segi nú bara guði sé lof að hann var ekki í sundi!
Ætla skella mér í einn Twin peaks þátt en það er nýjasta æðið þessa dagana......enda er ég uppgefin eftir klippa, lita, líma kvöldið mitt....
Góðar stundir
Lindan
Engin ummæli:
Skrifa ummæli