miðvikudagur, mars 16, 2005

Laaaaangur dagur að baki.....

Hlakka ekkert smá til að leggjast í heitt bað og skríða síðan upp í rúm og horfa á imbann. Ekki að ástæðulausu.....þetta er búinn að vera svaka dagur. Byrjaði með 30 góðu skrímsl....börnunum rúmlega átta í morgun. Þau voru reyndar afar indæl í dag og náðu að klára þemaverkefnið og það var svo flott hjá þeim. Maður verður alveg þvílíkt stoltur og finnst maður eiga svo mikið í þessu. Síðan heyrir maður stanslaust Linda ég er búin með þetta hvað á ég þá að gera Linda Linda Linda Linda Linda Linda Linda........jáaaaaaaaaaaa ég er að koooommmmmmaaa! Þetta er samt stuð þegar maður er kominn inn í þetta og farinn að venjast hávaðanum og gera sér grein fyrir heyrnar- og raddleysi í ellinni:)

Síðan fór ég á kennarafund sem var gaman að vissu leyti. Spennandi að fylgjast með hvernig þetta fer allt fram og skyndilega er ég komin með smá hugmynd....á samt eftir að tjékka hvort hún verður að veruleika!

Ég eldaði rosa kjúllarétt áðan, bringur, rautt pesto með sólþurrkuðum tómötum, tómatar og feta yfir jammí jammí! Öllum í fjölskyldunni til mikillar ánægju.

Á föstudaginn ætla ég loksins að kíkja á lífið...næturlífið. Hef nú ekki verið dugleg við það eftir að ég kom heim enda búið að vera nóg annað að bardúsa. Ætla kíkja í smá partýgleði hjá henni Ernu einu djéara og íslenskukjörsviðsnema. Það má því alveg búast við Lindu í adidasbúðinni á laugardaginn og þá er ég ekki að meina með pilsið ofan í sokkabuxunum!

Ég er ekki búin að vera duglega að hlaupa í vikunni en ég kenni kennsluálaginu um. Það verður tekið á því um páskana.......

Og hvað segið þið um LH-RÓ-HDW hitting sunnudaginn 20. mars, það er að segja næstkomandi eða miðvikudaginn 23. mars? Það er allaveganna fyrir páska:)

Andiamo al banjo
Lilly Hólm

Engin ummæli: