miðvikudagur, júlí 13, 2005

Ég er búin að vera hreint ótrúlega slappur bloggari það sem af er viku enda vel eftir mig eftir að hafa farið út á lífið báða dagana um síðustu helgi. Já Linda litla sló met í þeim málum og var að vinna alla helgina. Ekki gerst í 100 ár!

Á föstudeginum var GRAND FINAL á STRÆTINU og tók ég góða innkomu þar því Álfrún hafði hent freyðivínsflöskunni minni á gólfið án þess að láta mig vita og gaus út um öll gólf þegar ég smellti tappanum. Þrælgóð skemmtun það kvöldið. Hressleikinn var hins vegar ekki alveg eins mikill á laugardeginum...

...en kom til baka um leið og ég hitti FRAMskonsurnar mínar á Vegamótum. Þar átum við og átum og fengum vott með. Ég, Ragna og Ingibjörg fórum á Eggertsgötuna og héldum svo niður í hinn mikilfenglega bæ sem var jafnleiðinlegur og ég átti von á. Þangað til við komum á Café Kúltura en þar voru Stonie og Sillie að spila og þvílík dúndurskemmtun, Andri og restin af hans gengi mættu líka og við dönsuðum af okkur rassgatið. Ótrúlegt hvað er gaman að rifja upp tónlist síðan á gaggó árunum og byrjun menntó.

Takk fyrir alla þessa frábæru skemmtun yndislega fólk:)

Vikan hefur farið í hjólreiðar og aftur hjólreiðar, ásamt kennslu á fyrsta formlega body jam tímanum.

Keyptum nýjan DVD í gær því talið var að hinn væri bilaður, en þegar litli rafvirkinn fór að tengja kom í ljós að það var ekkert spilaranum heldur annað sem kostar svona 1000 kall að laga en what the hack...hver vill ekki eiga tvo DVD spilara!

Á morgun er SUMARHÁTÍÐ Vinnuskóla og ég verð sett í það að vera með hjólaþraut...hvað annað?

Njótið lífsins:)

Engin ummæli: