Hvíldin eina...
Er ansi hrædd um að ég hafi náð að slappa of mikið af þessa helgina. Aldrei þessu vant var slegið met í bústaðaferð okkar sem par. Í fyrsta skiptið fyrir utan Verslunarmannahelgar og utan tímabils náðum við að vera í bústað tæpa 45 klukkutíma. Enda er kallinn meiddur...
Mestum hlutanum var eytt í svefn og át enda er eins og ég sé komin 4 mánuði á leið svo útstæð er bumban á mér eftir þetta og hljóðin og loftsöfnunin eftir því!
Í gær afrekaði ég það að leggja mig 3svar þrátt fyrir að hafa sofið til hádegis, um miðjan daginn blundaði ég aðeins, aftur rétt fyrir kvöldmat og svo enn aftur rétt fyrir svefninn. Átti samt ekkert erfitt með að sofna aftur og sofa svo til að ganga eitt. Dáldið þreytt sjáiði til enda margar 50-60 tíma vinnuvikur að baki.
Kíktum á Draugasetrið á Stokkseyri og hrökk ég nú ansi oft í kút...enda alltaf fyrst inn um allar dyr og óhrædd við að skoða Mórana sem reyndust síðan oft vera lifandi manneskjur sem stukku að manni.
Svava 10 ára skildi hvorki upp né niður í öllum þessum lagninum sem systir hennar þurfti en þá sagði ég henni að vara sig því eftir nokkur ár yrði hún í sömu sporum, 6 ár og hún væri komin með svefnsýkina ef ekki fyrr. Hún hélt sko ekki heldur myndi hún væntanlega passa börnin mín þegar við færum í bústað til þess að ég gæti lagt mig. Það er þá ágætt að vita af því.
Á morgun byrja ég í training fyrir nýja djobbið, frétti að hjólagaurinn sem er með mér í þessu hjólar alltaf héðan úr Laugarnesinu og upp í Selás. Af hverju ætti ég svo sem ekki að geta það líka? Spurning, maður er hvort eð er í fríi frá morguntímunum út júlí...
Farin að reyna að sofa í hausinn á mér...góða nótt:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli