Perfect day...
Bestu vaktirnar í búðinni eru án efa 10-16 vaktirnar. Eftir vinnu í gær fór ásamt Andra niður í bæ og við kíktum á Braga fornbókasala, Andri þarf alltaf að vera að lesa einhver ósköp! Síðan röltum við gegnum bæinn og vá hvað það var geggjað veður, fengum okkur ís á Ingólfstorgi enda fæ ég illt í magann ef ég fæ ekki ís á hverjum degi. Eftir það settumst við niður á Café París og sötruðum kaffi og íste og gæddum okkur á ljúffengu nachosi. Ég var einhvern veginn uppgefin í gær eftir mikla vinnu og því ákváðum við bara að vera heima og taka því rólega. Keyptum okkur lambalundir og smelltum á grillið ásamt kartöflum, sveppum með hvítlauksosti, salati og rauðvíni. Lúxusmáltíð alveg. Í eftirrétt var svo ananas, vínber og ostar. Horfðum á myndina Blow og fórum upp í rúm á skikkanlegum tíma. Alveg mættu allir dagar vera svona:)
Linda
Engin ummæli:
Skrifa ummæli