Húspassarar með meiru...
Nú er kominn sá tími ársins þar sem ég og Andri pössum hús. Enn og aftur er það Efstasundið þrátt fyrir að margir aðrir hafi reynt að bjóða í okkur enda þrælvön þegar kemur að húspössun. Við munum dvelja þar næstu tvær vikurnar ásamt hundinum Grímu og væntanlega Æbbatjútt að hluta.
Í garðinum er flennistórt grill, pottur og risaverönd, að vísu eru einhverjar framkvæmdir í gangi því unnið er að stækkun hússins. Það er nokkuð ljóst að vel á eftir að fara um okkur næstu vikurnar.
Það er mikið að gera þessa dagana sem og aðra og feikiskemmtilegir hlutir að fara í gang.
Í dag eignaðist ég brúnar linsur svo ég geti nú skipts á að vera með bleu briller og brúnar linsur:)
Annars kom Svava litla systir mín með mér að hjóla í dag og gaf ekkert eftir gegn systur sinni. Svona er að vera komin af honum Atla hjólagarpi með meiru!
Er að hlusta á ljúfa tóna Emilíönnu enda tónleikar á fimmtudaginn og maður má alls ekki láta sig vanta á þá.
Þangað til later...
La casa passer
Engin ummæli:
Skrifa ummæli