þriðjudagur, júlí 05, 2005

Ég hjólaði tæpa 32 km í dag. Heiman frá mér og upp í Selásskóla og svo þaðan út í Vesturbæjarlaug og aftur heim. Vona að ég eigi eftir að halda í hann afa gamla ef restin af sumrinu verður svona hjá mér!

Annars er ég að finna mig vel í þessu nýja djobbi, held mér vel vakandi allan daginn og er á ferð og flugi og enda svo í sólbaði í sundlauginni. Í augnablikinu gæti ég ekki verið í betra starfi.

Brunaði svo meðfram sjónum með góða tónlist í eyrunum...


Lilly

Engin ummæli: