laugardagur, júlí 16, 2005

Ég ákvað að skipta um rauðvínstegund í gær, í stað El coto rioja sem ég hef drukkið í fjölda ára, fékk ég mér Gato Negro eða svarta köttinn. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum því kötturinn var alltof þurr fyrir mig sem kennir manni það að vera ekki að skipta út hlutum sem maður er ánægður með. Kvöldið í gær var hins vegar mjög svo hressandi. Tjilluðum á Laugateignum hjá Álfrúnu og síðan hélt ég heim með mínum ektamanni um tvöleytið. Ákvað að skippa bænum í þetta skiptið enda engin ástæða til að skemma síðustu helgi sem var frábær svona bæjarlega séð. Fólk hafði samt á orði hvort ég ætlaði bara að hætta að fara í bæinn svona yfir höfuð til að skemma ekki Kúltúra ferðina, það meinti ég nú ekki alls ekki, verð mætt á dansgólfið um næstu helgi, dillandi mér við góða tóna Stonie og Sillie:)

Þessa helgina mun ég njóta þess að vera í fríi...
Sé samt fram á þokkalega tiltekt hérna í greninu okkar enda er það að því komið að springa utan af okkur:)

Lindan ykkar

Engin ummæli: